92 milljónir í sekt

Einn af dómssölum í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Einn af dómssölum í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann, sem var með sjálfstæða atvinnustarfsemi, í 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 91,6 milljónir króna í sekt fyrir stórfelld brot gegn skatta- og bókhaldslögum.

Maðurinn játaði að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum, né staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti á árunum 2004 til og með 2008. Samtals var ógreiddur virðisaukaskattur rúmar 30 milljónir. Þá hélt maðurinn ekki bókhald og vanrækti að varðveita bókhaldsgögn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert