Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann, sem var með sjálfstæða atvinnustarfsemi, í 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 91,6 milljónir króna í sekt fyrir stórfelld brot gegn skatta- og bókhaldslögum.
Maðurinn játaði að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum, né staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti á árunum 2004 til og með 2008. Samtals var ógreiddur virðisaukaskattur rúmar 30 milljónir. Þá hélt maðurinn ekki bókhald og vanrækti að varðveita bókhaldsgögn.