Lögreglan á Blönduósi gerði vopn og bráð tveggja rjúpnaskytta upptæk í gær en mennirnir voru á vélsleðum við veiðarnar. Slíkt er bannað með lögum. Að sögn lögreglu voru mennirnir, sem eru heimamenn, við veiðar í Sauðadal. Þeir verða kærðir fyrir brot sitt.
Hvorugur þeirra var með skotvopnaleyfi á sér en vitað er að þeir eru báðir með leyfi til þess að bera skotvopn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.