Á vélsleðum við veiðar

Bannað er að veiða rjúpu á vélknúnum ökutækjum
Bannað er að veiða rjúpu á vélknúnum ökutækjum mynd/Lögreglan á Hvolsvelli

Lög­regl­an á Blönduósi gerði vopn og bráð tveggja rjúpna­skytta upp­tæk í gær en menn­irn­ir voru á vélsleðum við veiðarn­ar. Slíkt er bannað með lög­um. Að sögn lög­reglu voru menn­irn­ir, sem eru heima­menn, við veiðar í Sauðadal. Þeir verða kærðir fyr­ir brot sitt.

Hvor­ug­ur þeirra var með skot­vopna­leyfi á sér en vitað er að þeir eru báðir með leyfi til þess að bera skot­vopn, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert