Bankarnir sýni íbúum á gossvæðum skilning

Gosmökkur frá Eyjafjallajökli.
Gosmökkur frá Eyjafjallajökli. mbl.is/Kristinn

Sam­ráðshóp­ur, sem fjallað hef­ur um af­leiðing­ar eld­goss­ins í Eyja­fjalla­jökli, legg­ur meðal ann­ars til að Rangárþing eystra, Mýr­dals­hrepp­ur og Skaft­ár­hrepp­ur fari þess á leit við bank­ana að þeir sýni viðskipta­vin­um sín­um á þeim svæðum, sem urðu illa úti vegna ösku­falls og flóða, sér­stak­an skiln­ing og sveigj­an­leika við greiðslu lána til að mæta þess­um óvenju­legu aðstæðum.

Fram kem­ur í skýrslu, sem sam­ráðshóp­ur­inn hef­ur sent frá sér, að efna­hag­ur margra hafi rask­ast og þrengst vegna af­leiðinga goss­ins, bæði hefðbund­inna bænda og ferðaþjón­ustu­bænda.

Í sam­töl­um við bænd­ur hafi all­marg­ir látið í ljós áhyggj­ur vegna þrengri stöðu og skertra mögu­leika til að standa und­ir greiðslum lána og öðrum skuld­bind­ing­um.

Þá sé ljóst að nokk­urt tjón hef­ur orðið á vél­um og búnaði sem hvorki fá­ist bætt af Bjargráðasjóði né Viðlaga­trygg­ingu. Fólk hafi í sum­um til­vik­um orðið fyr­ir mikl­um auka­út­gjöld­um, til að mynda vegna auk­ins akst­urs, skemmda á bíl­um, vinnu­tækj­um og hita­veitu.

Í skýrsl­unni kem­ur m.a. fram, að óviss­an um hvort aft­ur fari að gjósa þjakaði íbúa á svæðinu. Ösku­fokið í Rangárþingi eystra valdi fólki einnig mjög mikl­um óþæg­ind­um. Þess beri þó jafn­framt að geta að skynja hafi mátt æðru­leysi, mikla þraut­seigju og kraft til að tak­ast á við það sem framund­an er. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert