Boðið upp á ferðir í hvalaskoðun allt árið

Í gær fóru yfir fimmtíu manns með Hafsúlunni.
Í gær fóru yfir fimmtíu manns með Hafsúlunni. mbl.is/Kristinn

Hvalaskoðun Reykjavíkur býður hvalaskoðun yfir veturinn, þegar veður leyfir. Þegar kalt er í veðri fá gestirnir lánaða kuldagalla og geta svo keypt sér kaffi eða aðra heita drykki um borð.

Hvalaskoðun Reykjavíkur gerir út bátana Hafsúluna og Eldingu frá Ægisgarði. Fyrir tveimur árum var byrjað að bjóða þjónustuna yfir vetrartímann. Yfir háveturinn eru ferðir um helgar, þegar veður leyfir.

„Það er mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu hjá þeim ferðamönnum sem koma til landsins. Þótt færri séu yfir kaldasta tímann hefur þeim verið að fjölga. Við höfum séð sóknarfæri í því og viljað nýta okkur þau,“ segir Eva María Þórarinsdóttir, markaðsstjóri fyrirtækisins.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert