Greiddu 25 milljónir fyrir eignir World Class

Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík.
Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík. Morgunblaðið/ Árni Sæberg

Skiptastjóri Þreks, sem áður rak World Class, mun á næstu dögum höfða mál til að rifta meintum gjafagjörningum. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins, að fyrri eigendur félagsins greiddu 25 milljónir fyrir eignir sem skiptastjórinn metur 500- 700 milljóna virði. 

Eignarhaldsfélagið Þrek  varr úrskurðað gjaldþrota fyrir rúmu ári. Kröfur í búið nema 2,2 milljörðum króna. Fram kom í fréttum Útvarpsins að sama dag og Þrek fór í þrot keypti annað félag helstu eignir úr félaginu. Sömu stjórnendur eru í báðum félögum, ýmist í stjórn eða framkvæmdastjórn. Fyrir þetta greiddu eigendurnir fyrrverandi fimm milljónir króna í reiðufé og yfirtóku skuldbindingar gagnvart starfsmönnum fyrir 20 milljónir.

Haft var eftir skiptastjóra Þreks, að hann telji að um gjafagjörning hafi verið að ræða þar sem eignir félagsins hafi verið mun meira virði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert