Lóðsinn látinn plægja Landeyjahöfn

Herjólfur í Landeyjahöfn.
Herjólfur í Landeyjahöfn. mbl.is/RAX

Á fundi með fulltrúum Siglingastofnunar í dag féllst Ögmundur Jónasson, samgönguráðherra, á tillögur stofnunarinnar um aðgerðir til að halda Landeyjahöfn nægilega djúpri.

Meðal tillagnanna er að kaupa plóg, sem Lóðsinn í Vestmannaeyjum noti til að draga efni úr innsiglingu  hafnarinnar.

Áætlaður heildarkostnaður við þessa aðgerðir er um 180 milljónir króna í vetur, en það er sama upphæð og gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2010. 

Fram kemur á vef Siglingastofnunar, að tillögurnar séu í þremur liðum:

  1. Í framhaldi af útboði á viðhaldsdýpkun verði stefnt að samningi við Íslenska gámafélagið, en fyrirtækið átti hagstæðasta tilboðið m.t.t. verðs og dýpkunartækja.
  2. Í samvinnu við Eyjamenn verði keyptur plógur sem Lóðsinn í Vestmannaeyjum noti til að draga efni úr innsiglingu Landeyjahafnar. Slíkan búnað væri unnt að nota í yfir 2ja metra ölduhæð og gæti hann opnað höfnina og haldið opinni eftir minni veður.
  3. Gerður verði flóðvarnargarður til að færa ósa Markarfljóts austur um 2 km. Þeirri aðgerð er ætlað að draga úr því að sandburður úr fljótinu berist inn í höfnina.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert