„Mikil spenna liggur í loftinu“

Guðmundur Þórður Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (t.v.) og …
Guðmundur Þórður Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (t.v.) og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Árni Sæberg

„Mikil spenna liggur í loftinu í aðdraganda komandi kjarasamninga og í hvaða farveg þeir munu fara,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna.

Hann fjallaði um helgina um undirbúning kjarasamninga í pistli á vefsíðu VM og segir að í umræðunni sé velt upp ýmsum hugmyndum um samráð, „um einhverskonar kreppusamning til langs tíma með aðkomu allra, stjórnvalda, Alþingis, atvinnurekenda og launafólks“.

Á kjararáðstefnu í október kom fram að meiri áhugi var fyrir prósentuhækkunum en krónutöluhækkunum og að VM færi fram sem einn og óháður aðili í komandi kjaraviðræður.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert