Muna að skafa af rúðunum

Lögreglan á Selfossi stöðvaði för þessa ökutækis í gærkvöldi
Lögreglan á Selfossi stöðvaði för þessa ökutækis í gærkvöldi Af vef lögreglunnar

Lögreglan á Selfossi biður ökumenn að kanna ástand bifreiða sinna áður en haldið er af stað út í umferðina. Enginn ökumaður eigi að aka af stað nema vera með tryggt útsýni út úr bifreiðinni. Eins og meðfylgjandi ljósmynd sýnir er útsýni ekkert út um bílrúðuna. Hér er um raunverulegt dæmi að ræða þar sem ökumaður var stöðvaður í akstri á Austurvegi á Selfossi í gærkvöldi.

Ökumaður bar því við að hann hefði ekki verið með sköfu í bifreiðinni en verið á leið til að kaupa hana. Sekt við broti sem þessu er 5000 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert