Spár um ölduhæð við Landeyjahöfn í fyrramálið gefa til kynna að aðstæður verði þannig að fella gæti þurft niður tvær fyrstu ferðir siglingar Herjólfs til og frá Vestmannaeyjum í fyrramálið. Samkvæmt sömu spá ættu aðstæður að vera í lagi síðdegis fyrir seinni ferðirnar.
Þetta kemur fram á vef Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Eru farþegar beðnir um að fylgjast með á vef ferjunnar.