Veltu upp ýmsum kostum

Ráðherrar funduðu um skuldavandann um helgina.
Ráðherrar funduðu um skuldavandann um helgina. mbl.is/Ómar

Ráðherranefnd vinnur að undirbúningi tillagna um lausn á skuldavanda heimilanna. Ráðherrarnir funduðu með samtökum fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða um helgina.

Eftir að nefnd sérfræðinga undir forystu efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar kynnti hagsmunasamtökum lánveitenda og lántaka niðurstöður sínar formlega á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í síðustu viku lá ekki fyrir hver yrðu næstu skref í málinu. Í skýrslu nefndarinnar eru útreikningar á ýmsum leiðum og forsætisráðherra talaði um blandaða lausn að fundi loknum.

Fulltrúar Samtaka fjármálastofnana og Sambands lífeyrissjóða fóru á fund ráðherranefndarinnar í fyrradag. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var farið almennt yfir stöðuna og ýmsum möguleikum velt upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert