Brotist var inn í íbúð við Bankastræti í Reykjavík í fyrrinótt og var ýmsum munum stolið, þar á meðal nýlegri Macbook Pro fartölvu. Kona, sem á tölvuna, segir að í henni hafi verið persónuleg gögn, sem hún vilji gjarnan fá aftur.
Konan segir að raðnúmer tölvunnar hafi verið tilkynnt til tollayfirvalda og sölufyrirtækisins hér á landi og því sé ekki hægt að selja hana úr landi eða nettengja hana.
Biður hún þjófana að skila tölvunni, eða að minnsta kosti gögnunum og segist tilbúin að greiða fyrir. Hægt er að hafa samband við hana í netfanginu kristinhk@ruv.is.