Þegar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra afhenti Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, umsókn Íslands að Evrópusambandinu í júlí lét sá fyrrnefndi þau orð falla að hann bæri þá von í brjósti að Íslandi gæti orðið samferða Króatíu í ESB en það nýfrjálsa ríki sótti fyrst um aðild 2003.
„Ég hef efasemdir um það. Það voru ýmsir sem töldu að svo gæti orðið. Þegar við fórum af stað töldu einmitt margir að þjóðirnar gætu fylgst að,“ segir Árni Þór og vísar til viðvarana evrópskra stjórnmálamanna um að byggja ekki upp of miklar væntingar um að aðildarferlið gangi hratt.