Borgarstjóri með rautt nef

Jón Gnarr borgarstjóri og Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri Unicef á …
Jón Gnarr borgarstjóri og Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jón Gnarr, borgarstjóri, keypti áðan fyrsta rauða nefið þetta árið en sala á rauðum nefjum er átak til styrktar bágstöddum börnum um allan heim á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).
 
Jón Gnarr mun bera nefið í ræðum á borgarstjórnarfundi í dag samkvæmt fréttatilkynningu frá  UNICEF.

Rauðu nefin kosta 700 krónur og verða seld í Hagkaup, Bónus og útibúum Íslandsbanka.
 
Borgarstjórn ýtti sölu nefjanna úr vör þegar Dagur rauða nefsins var haldinn í fyrsta skipti hér á landi árið 2006. Jón Gnarr hefur lagt átakinu lið frá upphafi, þá í hlutverki sínu sem skemmtikraftur, samkvæmt tilkynningu.

Borgarfulltrúar skörtuðu rauðu nefi í tilefni dagsins
Borgarfulltrúar skörtuðu rauðu nefi í tilefni dagsins mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert