Dró sér 17,7 milljónir

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt karl­mann á sex­tugs­aldri í 8 mánaða fang­elsi fyr­ir að draga sér 17,7 millj­ón­ir króna úr tveim­ur sölu­köss­um fyr­ir lottó og fót­bolta­get­raun­ir. Maður­inn hafði um­sjón með köss­un­um í umboði Íslenskr­ar get­spár í Happa­hús­inu í Kringl­unni.

Fjár­drátt­ur­inn átti sér stað á tíma­bil­inu frá ág­úst til októ­ber 2008. Fram kem­ur að maður­inn, sem ekki hef­ur hlotið dóma áður, hafi játað brotið. Hann var einnig dæmd­ur til að greiða Íslenskri get­spá upp­hæðina, sem hann dró sér.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi einnig í dag tæp­lega fer­tuga konu í 3 mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir að draga sér 936 þúsund krón­ur á tíma­bil­inu frá ág­úst 2006 til sept­em­ber 2007 þegar hún starfaði hjá Íbúðalána­sjóði og var formaður starfs­manna­fé­lags sjóðsins. 

Lét kon­an milli­færa fé af reikn­ingi starfs­manna­fé­lags­ins inn á einka­reikn­ing sinn. Kon­an játaði brotið. Hún var einnig dæmd til að end­ur­greiða starfs­manna­fé­lag­inu féð. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert