Efast um að stjórnin geti lokið viðræðum

Þorsteinn Pálsson.
Þorsteinn Pálsson. mbl.is

Þor­steinn Páls­son seg­ist vera þeirr­ar skoðunar að ut­an­rík­is­ráðherra geti ekki skrifað und­ir samn­ing við ESB um aðild nema að hann hafi full­vissu um að samn­ing­ur­inn njóti stuðnings rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Hann seg­ist hafa efa­semd­ir um að nú­ver­andi rík­is­stjórn geti lokið viðræðunum.

Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, ræddi um samn­ingaviðræðurn­ar við ESB á fundi sjálf­stæðismanna í Val­höll, en hann á sæti í samn­inga­nefnd sem vinn­ur að samn­ing­um við Evr­ópu­sam­bandið fyr­ir Íslands hönd.

Sam­kvæmt þings­álykt­un­ar­til­lögu sem Alþingi samþykkti á síðasta ári er gert ráð fyr­ir að ut­an­rík­is­ráðherra skrifi und­ir samn­ing við ESB þegar samn­ing­um lýk­ur og síðan á að leggja samn­ing­inn und­ir þjóðina í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Alþingi er síðan ætlað að staðfesta samn­ing­inn, þ.e.a.s. ef hann er samþykkt­ur í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni.

Þor­steinn sagðist vera ósam­mála þess­ari aðferð. Hann sagðist ekki telja að hægt væri að ljúka samn­ingaviðræðum nema að það lægi fyr­ir skýr þing­meiri­hluti  fyr­ir samn­ingn­um. Bera ætti samn­ing­inn und­ir Alþingi og ef hann yrði samþykkt­ur þar færi samn­ing­ur­inn í at­kvæðagreiðslu hjá þjóðinni. Þjóðin hefði þá hið end­an­lega vald.

Þor­steinn sagðist vegna af­stöðu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna til aðild­ar að ESB  hafa efa­semd­ir um að nú­ver­andi rík­is­stjórn­in gæti lokið við þess­ar viðræður. Það skipti miklu máli að það væri póli­tísk­ur vilji á bak við um­sókn Íslands.

„Ég tel að þing­menn eigi ekki að fela ut­an­rík­is­ráðherra að skrifa und­ir samn­ing við Evr­ópu­sam­bandið fyrr en þeir hafa sann­fær­ingu fyr­ir því að þetta sé sá besti samn­ing­ur sem hægt hefði verið að ná. Þing­menn sem heim­ila ráðherra að skrifa und­ir en ætla síðan að berj­ast gegn samn­ingn­um gera sig seka um póli­tískt siðleysi,“ sagði Þor­steinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert