Eiga ekki að hræðast upplýsingar

Þorsteinn Pálsson á fundi í Valhöll.
Þorsteinn Pálsson á fundi í Valhöll. mbl.is/Rax

Þorsteinn Pálsson segir að menn eigi ekki að hræðast upplýsingar um Evrópumál. Ný þekking geti aldrei verið nema jákvæð. Hann benti á að Ögmundur Jónasson hefði á sínum tíma þegið boð um að fara til Danmerkur til að kynna sér forvirkar rannsóknaraðferðir lögreglu.

„Ögmundur Jónasson hefur varað einna mest við því, og tekið stórt upp í sig, þegar verið er að bjóða mönnum í ferðir til útlanda til að fá upplýsingar. Hann hefur talið það vera þjóðhættulegt,“ sagði Þorsteinn á fundi sjálfstæðismanna um Evrópumál.

„Ögmundur var einn af efasemdarmönnunum um hugmyndir Björns Bjarnasonar um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. Ég heyrði hann lýsa því yfir í sjónvarpi að hann þáði boð Björns Bjarnasonar um að fara til Danmörku til þess læra beint frá Dönum hvernig þeir hafa skipulagt forvirkar rannsóknir lögreglunnar. Hann sagði í þessu viðtali: „Ég kom miklu sannfærðari um það heim en ég var áður en ég fór að ég hefði rétt fyrir mér og þeir rangt.“

Upplýsingar af þessu tagi geta því bæði þjónað já-hliðinni og nei-hliðinni. Réttar upplýsingar hljóta alltaf að þjóna báðum málstöðum,“ sagði Þorsteinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert