Eiga ekki að hræðast upplýsingar

Þorsteinn Pálsson á fundi í Valhöll.
Þorsteinn Pálsson á fundi í Valhöll. mbl.is/Rax

Þor­steinn Páls­son seg­ir að menn eigi ekki að hræðast upp­lýs­ing­ar um Evr­ópu­mál. Ný þekk­ing geti aldrei verið nema já­kvæð. Hann benti á að Ögmund­ur Jónas­son hefði á sín­um tíma þegið boð um að fara til Dan­merk­ur til að kynna sér for­virk­ar rann­sókn­araðferðir lög­reglu.

„Ögmund­ur Jónas­son hef­ur varað einna mest við því, og tekið stórt upp í sig, þegar verið er að bjóða mönn­um í ferðir til út­landa til að fá upp­lýs­ing­ar. Hann hef­ur talið það vera þjóðhættu­legt,“ sagði Þor­steinn á fundi sjálf­stæðismanna um Evr­ópu­mál.

„Ögmund­ur var einn af efa­semd­ar­mönn­un­um um hug­mynd­ir Björns Bjarna­son­ar um for­virk­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir lög­reglu. Ég heyrði hann lýsa því yfir í sjón­varpi að hann þáði boð Björns Bjarna­son­ar um að fara til Dan­mörku til þess læra beint frá Dön­um hvernig þeir hafa skipu­lagt for­virk­ar rann­sókn­ir lög­regl­unn­ar. Hann sagði í þessu viðtali: „Ég kom miklu sann­færðari um það heim en ég var áður en ég fór að ég hefði rétt fyr­ir mér og þeir rangt.“

Upp­lýs­ing­ar af þessu tagi geta því bæði þjónað já-hliðinni og nei-hliðinni. Rétt­ar upp­lýs­ing­ar hljóta alltaf að þjóna báðum mál­stöðum,“ sagði Þor­steinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert