Fagna umræðu um nám á ensku

Hvort sem fyrirlestrar eru á íslensku eða ensku er nauðsynlegt …
Hvort sem fyrirlestrar eru á íslensku eða ensku er nauðsynlegt að þeir séu áhugaverðir. mbl.is/Kristinn

Íslensk mál­nefnd hef­ur áhyggj­ur af mik­illi notk­un ensku í há­skóla­starfi hér á landi og seg­ir m.a. að haldi þessi þróun áfram blasi við að veru­lega muni þá þrengt að ís­lenskri tungu í há­skóla­sam­fé­lag­inu á Íslandi. Rek­tor­ar Há­skóla Íslands og Há­skól­ans í Reykja­vík fagna því að rætt sé um málið.

Í ný­legri álykt­un mál­nefnd­ar seg­ir að í mörg­um há­skóla­grein­um sé mik­ill meiri­hluti náms­efn­is á ensku og svo hafi reynd­ar verið um langa hríð. Á síðustu árum hafi hlut­ur ensku farið mjög vax­andi og jafn­framt dregið úr notk­un náms­efn­is á öðrum tungu­mál­um. Nú sé svo komið að um og yfir 90 af hundraði alls náms­efn­is í há­skól­um á Íslandi sé á ensku. 

Þá seg­ir í álykt­un mál­nefnd­ar að mjög hafi færst í vöxt að kennsla og verk­efna­vinna fari fram á ensku, bæði í grunn­námi og fram­halds­námi.

Í álykt­un­inni kem­ur fram að skóla­árið 2009-2010 voru 250 af 2.250 nám­skeið við HÍ á ensku eða ríf­lega 11 af hundraði. Af þeim voru 120 í grunn­námi. Við Há­skól­ann í Reykja­vík voru alls sautján náms­braut­ir þar sem kennt var al­farið á ensku, m.a. meist­ara­náms­braut­ir í verk­fræði, viðskipta­fræði, tölv­un­ar­fræði og lýðheilsu. Við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri er kennt á ensku í all­mörg­um nám­skeiðum í lög­fræði og fé­lags­vís­ind­um og þar er líka verið boðið upp á meist­ara­nám í tölv­un­ar­fræði á ensku. Nem­end­um Há­skól­ans á Bif­röst býðst BS-nám á ís­lensku og ensku. 

Geta sagt það sem þeir vilja á ís­lensku

Í álykt­un­inni er bent á að nem­end­ur með er­lent rík­is­fang eru rétt um sex af hundraði allra nem­enda. Ein­hverj­ir þeirra tali ís­lensku og sum­ir bein­lín­is stundi nám í ís­lensku. Mál­nefnd­in tel­ur að þetta veki spurn­ing­ar um hvenær eðli­legt sé að leggja ís­lensku til hliðar og nota ensku sem vinnu­mál. „Ekki má gleyma því að á móður­mál­inu get­ur mál­not­and­inn sagt það sem hann vill en á er­lendu máli seg­ir hann aðeins það sem hann get­ur sagt,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Álykt­un­in fylg­ir með neðar í frétt­inni.

 Fagna umræðunni

Krist­ín Ing­ólfs­dótt­ir, rektor Há­skóla Íslands, seg­ist fagna álykt­un ís­lenskr­ar mál­nefnd­ar þar sem kennsla á ensku í há­skól­um sé gerð að um­tals­efni. Hún tel­ur ekki að í HÍ sé of mik­il áhersla lögð á kennslu á ensku en mik­il­vægt sé að ræða um stöðu ís­lenskr­ar tungu í há­skól­um.

Í HÍ er ekki kennt á ensku þegar kenn­ari og all­ir nem­end­ur eru ís­lensku­mæl­andi.

Krist­ín seg­ir að ís­lenska sé að sjálf­sögðu tungu­mál skól­ans og sé notuð í lang­flest­um til­fell­um. Til­tek­in meist­ara­nám­skeið séu al­farið kennd á ensku en eng­in náms­lína í grunn­námi sé kennd ein­göngu á ensku. Í jarðvís­ind­um geti er­lend­ir nem­end­ur hins veg­ar sótt nám í einn vet­ur þar sem kennt er á ensku.

„Auðvitað er ís­lenska tungu­mál skól­ans en hins veg­ar er það líka svo að það er ekki hjá því kom­ist í um­hverfi sem er alþjóðlegt að sumt sem ritað er sé á ensku og að stund­um sé nauðsyn­legt að grípa til enskr­ar tungu í kennslu,“ seg­ir hún.

Oft­ast sé kennt á ís­lensku þótt er­lend­ir nem­ar séu í kennslu­stund­um. Stund­um hafi kenn­ar­ar, í sam­ráði við nem­end­ur, skipt yfir í ensku þegar er­lend­ir nem­end­ur eru í hópn­um. Um þetta gildi ekki fast­mótaðar regl­ur. Þá sé mjög al­gengt að er­lend­ir nem­ar leggi sig eft­ir því að læra ís­lensku. Krist­ín seg­ir ekk­ert í til­lög­um ís­lenskr­ar mál­nefnd­ar stang­ast á við það sem nú sé stundað í Há­skóla Íslands.

 Grun­nám þarf ekki öllu jöfnu að vera á ís­lensku

 Ari Krist­inn Jóns­son, rektor Há­skól­ans í Reykja­vík, fagn­ar einnig umræðu um stöðu ís­lensku í há­skóla­sam­fé­lag­inu. Hann tel­ur ekki að í HR sé of mik­il áhersla lögð á kennslu á ensku en mik­il­vægt sé að ræða um stöðu ís­lenskr­ar tungu í há­skól­um.

Ari Krist­inn seg­ir sjálfsagt að há­skól­ar marki sér mál­stefnu. Há­skól­ar hafi skyld­um að gegna við ís­lensk­una og eng­inn hafi áhuga á að ýta henni til hliðar. Hann minn­ir  að upp­bygg­ing há­skóla­starfs hér á landi styrki ís­lensk­una. „Hinn val­kost­ur­inn hef­ur verið að sækja nám og störf er­lend­is og þar er auðvitað ekk­ert á ís­lensku.“ Um leið verði að hafa í huga að mark­mið há­skóla­starfs sé að veita góða mennt­un. „Og það er ekki gert nema í alþjóðlegu sam­fé­lagi, með því að fá þá bestu til að kenna, vera í sam­starfi við þá bestu og með því að bera okk­ar rann­sókn­ir og niður­stöður við það sem est ger­ist.“

Með því að birta rann­sókn­ir og fræðigrein­ar á ensku þurfi að stand­ast alþjóðleg viðmið og gæðakröf­ur. Jafn­framt verði að leggja áherslu á að fræðimenn kynni sín­ar niður­stöður fyr­ir Íslend­ing­um á ís­lensku, s.s. með fyr­ir­lestr­um.

Mál­nefnd­in legg­ur m.a. til að grun­nám verði að öllu jöfnu á ís­lensku. Ari er ósam­mála þeirri til­lögu. Hann bend­ir á að feng­ur sé að er­lend­um kenn­ur­um og að nem­end­ur í grunn­námi eigi líka að njóta þess að sterk­ir er­lend­ir fræðimenn komi í skemmri eða lengri tíma til að kenna hér. Þá væru ýmis tæki­færi fólg­in í því að laða er­lenda nem­end­ur til Íslands. „Við meg­um hvorki tapa ís­lensk­unni né gæðum há­skóla­starfs­ins.“


Krist­ín Ing­ólfs­dótt­ir, rektor Há­skól­ans í Reykja­vík.
Ari Kristinn Jónsson.
Ari Krist­inn Jóns­son. mbl.is/Ó​mar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert