Flutningur Markarfljótsósa háður leyfum

Samgönguráðuneytið segir, að Ögmundur Jónasson, samgönguráðherra, hafi  fyrir sitt leyti samþykkt tillögur Siglingastofnunar vegna Landeyjahafnar að því gefnu að tilskilin leyfi fáist og samningar takist sem hugsanlega þurfi að gera vegna verksins.

Meðal tillagna Siglingastofnunar er að gerður verði flóðvarnargarður til að færa ósa Markarfljóts austur um 2 km. Þeirri aðgerð er ætlað að draga úr því að sandburður úr fljótinu berist inn í höfnina.

Vangaveltur hafa verið um hvort þessi framkvæmd þurfi að fara í sérstakt umhverfismat eða hvort hún tengist framkvæmdum við Landeyjahöfn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert