Hætta á glerhálku

Mikil hálka getur myndast við veðuraðstæður sem kunna að ríkja …
Mikil hálka getur myndast við veðuraðstæður sem kunna að ríkja í kvöld og nótt um sunnan- og vestanvert landið. Ómar Óskarsson

Vegagerðin varar við varasamri glerhálku sem geti myndast um siðvestan- og vestanvert landið í kvöld og nótt. Hvalfjarðargöng verða lokuð vegna viðhalds frá miðnætti í nótt og til klukkan sex í fyrramálið. Þau verða lokuð næstu þrjár nætur.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar um veður og færð segir m.a.:

„Um landið vestan- og suðvestanvert eru horfur á að vindur verði mjög hægur í kvöld og nótt, sums staðar nánast logn. Þó svo að einhverjum rigningarskúrum sé spáð eru heiðreikjublettir inn á milli. Við þær aðstæður kólnar gjarnan vegyfirborðið og staðbundið getur myndast varasöm glerhálka þegar blautur vegurinn ísar, jafnvel þó hitamælir í 2 metra hæð sýni +3 til +5°C. Eins og áður segir á þetta við einkum um suðvestan- og vestanvert landið.“

Hálkublettir eru á Hellisheiði og Bláfjallavegi. Á Vesturlandi er hálka á Fróðárheiði og Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru einnig á fáeinum leiðum. Á Vestfjörðum er víðast hvar einhver hálka. Þungfært er á Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði. Opið er norður í Árneshrepp.

Víða er nokkur hálka á Norðurlandi. Flughált er í Þistilfirði. Á Austurlandi er hálka á flestum leiðum. Þæfingsfærð er á Vatnsskarði eystra. Á Suðausturlandi hefur mikið tekið upp en þó er þar enn hált á köflum.

Spáð er leysingum á landinu í kvöld og nótt og talsvert mikilli úrkomu suðaustan- og austanlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert