Húsleit hjá Sögu í Reykjavík og Akureyri

Höfuðstöðvar Sögu fjárfestingarbanka í Reykjavík eru í Höfðaturni
Höfuðstöðvar Sögu fjárfestingarbanka í Reykjavík eru í Höfðaturni mbl.is/Árni Sæberg

Starfsmenn frá sérstökum saksóknara komu í dag á skrifstofur Sögu fjárfestingarbanka í Reykjavík og á Akureyri vegna rannsóknar á málefnum sem tengjast lánveitingum Glitnis, þar á meðal vegna félagsins Stím.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sögu.

„Sérstakur saksóknari hefur staðfest að rannsóknin beinist ekki að Sögu fjárfestingarbanka, heldur sé verið að leita gagna sem hugsanlega liggja hjá bankanum og tengjast málinu.
 
Aðkoma Sögu fjárfestingarbanka að þessu máli er sú að í nóvember 2007 keypti bankinn 6% hlut í Stím af Glitni og samþykkti að veita félaginu heimilisfesti. Af þessum 6% hlut hélt Saga fjárfestingarbanki litlum hlut sjálfur en miðlaði öðrum bréfum áfram til viðskiptavina sinna. Saga afskrifaði sinn hlut í árslok 2007. Einnig átti bankinn skuldabréf á hendur Stím, sem var selt í ágúst 2008.
 
Saga fjárfestingarbanki hefur frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans starfsfólki við rannsókn málsins og afhent öll þau gögn sem um hefur verið beðið," segir enn fremur í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert