Mikið að gera á fæðingardeildinni á Akureyri

Alls hafa 470 börn fæðst á fæðingardeildinni á Akureyri.
Alls hafa 470 börn fæðst á fæðingardeildinni á Akureyri. mbl.is/Ásdís

Fæðingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri hafa aldrei verið fleiri en í ár. Norðlenski fréttamiðillinn Vikudagur segir að flestar fæðingar frá stofnun fæðingadeildar spítalans hafi verið árið 1990, eða 461 fæðing. Í dag eru þær hins vegar orðnar 470 að því er Ingibjörg H. Jónsdóttir yfirljósmóðir segir í samtali við Vikudag.

Haft er eftir Ingibjörgu að reikna megi með því að fæðingar verði um 500 í ár Á síðasta ári hafi fæðingar verið 446 en þeim fjölda hafi deildin náð um síðustu mánaðamót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert