Olís hækkar eldsneytisverð

Olís hefur hækkað verð á bensíni um tvær krónur og verð á dísilolíu um fjórar krónur. Algengasta verð á bensínlítranum í sjálfsafgreiðslu er nú 200,8 kr. og 202 kr. fyrir lítra af dísilolíu.

Skv. vef Skeljungs er algengasta verðið í sjálfsafgreiðslu 199,9 kr. fyrir bensínlítrann og 199,7 kr. fyrir dísilolíu. Algengasta verðið hjá N1 er 198,6 kr. fyrir báðar tegundir.

Hjá Orkunni er algengasta sjálfsafgreiðsluverðið 198,3 kr. fyrir báðar tegundir og 198,4 kr. hjá ÓB og Atlantsolíu fyrir bæði bensín- og dísilolíulítrann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert