Óskýrt hvernig fara á með lán bænda

Margir bændur eru með myntkörfulán.
Margir bændur eru með myntkörfulán. mbl.is/Árni Sæberg

Staða bænda er óskýr í nýju frumvarpi Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, um uppgjör vegna myntkörfulána.

Frumvarpið miðar fyrst og fremst að því að taka á skuldamálum einstaklinga en ekki fyrirtækja. Ráðherra mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag.

„Það er frekar óskýrt í frumvarpinu hvernig taka á á lánamálum bænda,“ sagði Elías Blöndal, lögfræðingur Bændasamtakanna, í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag, en margir bændur eru með myntkörfulán, að því er fram kemur .


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert