Samstarf um uppbyggingu framhaldsskóla

Miðbæjarskólinn er til hægri á myndinni.
Miðbæjarskólinn er til hægri á myndinni. mbl.is/Júlíus

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, munu á morgun skrifa undir samstarfsyfirlýsingu ríkis og borgar um uppbyggingu framhaldsskóla í Reykjavík árin 2011 til 2014.

Í samkomulaginu felst m.a. að Kvennaskólinn í Reykjavík fær húsnæði Miðbæjarskólans undir starfsemi sína og er þar með leyst úr þeim húsnæðisvanda sem skólinn hefur búið við í áratugi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert