Skuldaklukka Íslands tifar hratt

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Skuldir íslenska ríkisins nema 127,4% af þjóðarframleiðslu eða rúmum 43.300 Bandaríkjadölum á mann, eða um 4,9 milljónum íslenskra króna. Þetta kemur fram í skuldaklukku tímaritsins Economist.

Heildartalan fyrir skuldir þjóðríkja heims er stjarnfræðileg en hún er þegar þetta er ritað 40.644.962.291.658 dalir. Talan hækkaði um hundruð þúsunda dala á meðan leitað var að mynd til myndskreyta þessa frétt.

Á heimskorti Economist má sjá að skuldunum er mjög misskipt.

Þær eru til að mynda um fjórfalt lægri á hvern landsmann í Ástralíu en á Íslandi.

Kortið má nálgast hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert