Sölu frestað á húseignum að Núpi í Dýrafirði

Núpur í Dýrafirði
Núpur í Dýrafirði Af vef Bæjarins besta

Ákveðið hefur verið að gera hlé á sölu á skólaeignunum að Núpi í Dýrafirði. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa þriggja manna nefnd sem setja á fram hugmyndir um framtíð eigna og aðstöðu ríkisins á staðnum.

Þá á nefndin að kanna og setja fram aðrar hugmyndir um framtíð staðarins en fólust í hugsanlegri sölu eignanna til einkaaðila. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.

„Núpur er einn af menningar- og sögulegum þyngdarpunktum á Vestfjörðum og því verður nefndinni falið að setja fram hugmyndir um rekstrarform og viðeigandi staðarhald. Með þessu verði svo sem frekast er unnt tryggð menningarleg reisn staðarins til frambúðar enda verði byggt á rekstrarhæfum forsendum og sameiginlegri aðkomu einkaaðila, ríkis og sveitarfélags,“ segir í bréfi ráðuneytisins til Ísafjarðarbæjar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert