Bjarni Jónsson í Mynd í Hafnarfirði er einn þeirra ljósmyndara sem nýverið unnu dómsmál gegn fyrirtækinu Brosbörnum en eigendur fyrirtækisins voru dæmdir fyrir að brjóta iðnaðarlög þar sem eigandinn, María Krista Hreiðarsdóttir, er ekki lærður ljósmyndari. Bjarni segir málið snúast um að iðnlöggjöfin haldi.