Vill láta rannsaka þátt þingmanna

Mótmæli á Austurvelli.
Mótmæli á Austurvelli. mbl.is/Golli

Þingsályktunartillaga um að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd sem rannsaki hvort einstakir þingmenn hafi í tengslum við búsáhaldabyltingu brotið í bága við lög og bakað sér refsiábyrgð verður lögð fram á Alþingi í dag.

Í greinargerð með frumvarpinu er vitnað í fundargerð forsætisnefndar Alþingis þar sem þingmaður segist hafa orðið vitni að því að alþingismaður hafi verið í símasambandi við fólk utan húss og virst vera að gefa upplýsingar um viðbúnað lögreglu.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að rannsóknarnefndin leggi mat á hvort einstakir alþingismenn hafi fylgt þeim lagareglum sem um störf þeirra gilda, brotið starfsskyldur sínar, gerst sekir um mistök eða vanrækslu eða brotið gegn refsiákvæðum laga. Lagt er til að nefndin fái víðtækar rannsóknarheimildir og aðgang að gögnum. Miðað er við að nefndin skili skýrslu eigi síðar en 1. apríl 2011.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert