Fréttaskýring: Yfir 350 Íslendingar eiga rætur að rekja til indíána

Íslendingar eiga ekki einvörðu rætur sínar að rekja til Norðurlandanna …
Íslendingar eiga ekki einvörðu rætur sínar að rekja til Norðurlandanna og Bretlandseyja. mbl.is/G.Rúnar

Að minnsta kosti 350 Íslend­ing­ar - lík­lega fleiri - bera í sér hvat­bera­arf­gerðir sem eiga hugs­an­lega ræt­ur að rekja til frum­byggja Am­er­íku. „Þetta er spenn­andi fyr­ir þá sem bera þessa arf­gerð,“ seg­ir Agn­ar Helga­son, mann­fræðing­ur hjá Íslenskri erfðagrein­ingu og Há­skóla Íslands.

Sig­ríður Sunna Ebenesers­dótt­ir, rann­sakaði þetta í meist­ara­verk­efni sínu í mann­fræði við HÍ. Agn­ar var leiðbein­andi henn­ar og var rann­sókn­in unn­in í sam­vinnu við Íslenska erfðagrein­ingu. Hún hef­ur vakið mikla at­hygli og hef­ur rit­gerðin verið birt í vís­inda­rit­inu American journal of physical ant­hropology. Þá mun tíma­ritið Nati­onal Geograp­hic fjalla um málið.

Agn­ar seg­ir í sam­tali við mbl.is að það sé ekki hægt að slá því föstu að arf­gerðirn­ar komi frá frum­byggj­um Am­er­íku. Hins veg­ar sé hægt að draga þessa álykt­un miðað við fyr­ir­liggj­andi gögn. Reyn­ist þetta rétt þá sé þetta merki­leg saga, en það megi álykta að ætt­móðirin hafi komið til Íslands í kring­um 1000.

Bygg­ir á eldri rann­sókn

Rann­sókn Sig­ríðar Sunnu bygg­ir á niður­stöðum fyrstu rann­sókn­ar á upp­runa Íslend­inga, sem Agn­ar vann og birt­ist hún árið 2000. Agn­ar seg­ir að niðurstaða síðar­nefndu rann­sókn­ar­inn­ar hafi verið sú að við land­nám hafi megnið af kon­un­um komið til Íslands frá Bret­lands­eyj­um og flest­ir karl­ar frá Skandi­nav­íu.

Agn­ar seg­ir að í þeirri rann­sókn hafi fund­ist tvær hvat­bera­arf­gerðir - en hvat­bera DNA erf­ist ein­göngu frá móður til af­kvæma - sem hafi greini­lega ekki verið af evr­ópsk­um upp­runa.

„Þær báru stökk­breyt­ing­ar sem gáfu til kynna að þær voru greini­lega ættaðar frá, annað hvort frum­byggj­um Am­er­íku eða frá Aust­ur-Asíu. En flest af­brigði af þess­ari gerð eru frá frum­byggj­um Am­er­íku,“ seg­ir hann.

Agn­ar bend­ir á að hægt sé að rekja hvat­bera­erfðaefni aft­ur í tím­ann í gegn­um óbrotn­ar mæðrakeðjur og tengja fólk sam­an. Þeir sem beri sama hvat­bera­erfðaefni séu lík­lega ná­skyld­ir í gegn­um bein­an kven­legg.

Vakti ekki mikla at­hygli í fyrstu

Í fyrstu taldi hann að hvat­bera­arf­gerðirn­ar væru frem­ur nýj­ar af nál­inni, eða um nokk­urra ára­tuga gaml­ar. Hann hafi því ekki sýnt þessu mik­inn áhuga í fyrstu en við áfram­hald­andi rann­sókn­ir hafi fleiri slík af­brigði fund­ist og áhug­inn því auk­ist. Þetta rann­sakaði Sig­ríður Sunna í meist­ara­rit­gerð sinni.

„Það eru tvær meg­in­spurn­ing­ar. Ein var sú, hversu lengi hef­ur þessi sér­stæði kven­legg­ur verið á Íslandi. Hin spurn­ing­in er, hvaðan kom hann? Þ.e. hvar finn­um við skyld­ustu af­brigði af sama meiði,“ seg­ir Agn­ar.

Var ætt­fræðigrunn­ur deCODE nýtt­ur til að skoða ald­ur­inn á Íslandi. Komið hafi í ljós að það séu a.m.k. fjór­ir kven­legg­ir, eða fjór­ir ætt­bálk­ar kvenna í bein­an kven­legg, sem beri þetta af­brigði. Elstu ætt­mæður þeirra, skv. ætt­fræðigrunn­in­um, hafi verið fædd­ar í kring­um 1700 og gefið af sér þenn­an ætt­legg sem sé af fram­andi upp­runa.

Hins veg­ar vanti upp­lýs­ing­ar um mæður þess­ara fjög­urra kvenna, sem séu vænt­an­lega skyld­ar sjálf­ar inn­byrðis. „En spurn­ing­in er sú, hvenær finn­um við ný­leg­ustu formóður þess­ara fjög­urra kvenna. Hversu langt aft­ur í tím­ann er það,“ spyr Agn­ar.

Ættmóðirin hafi komið til Íslands í kring­um 1000

Þá seg­ir hann að í ljósi þess að smá mun­ur hafi fund­ist á milli af­brigða þess­ar­ar hvat­bera­af­gerðar í ein­um ætt­legg miðað við hina þrjá, þá hafi þau ályktað sem svo að hin end­an­lega ætt­móðir á Íslandi hljóti að vera tölu­vert eldri. „Og jafn­vel nokk­ur hundruð ára eldri held­ur þess­ar sem við finn­um í ætt­fræðigrunn­in­um. Þannig að við ímynd­um okk­ur að hún gæti hafa komið til Íslands í kring­um 1000.“

Agn­ar tek­ur hins veg­ar fram að það sé ekki hægt að staðhæfa þetta. Það sé t.d. mögu­legt að kon­urn­ar fjór­ar, sem fund­ust í ætt­fræðigrunn­in­um, hafi verið syst­ur. „Við vit­um það ekki, af því það vant­ar upp­lýs­ing­ar um for­eldra þeirra. En það er lang lík­leg­ast, miðað við þau gögn sem liggja fyr­ir, að formóðir þeirra sé tölu­vert eldri en það.“

Upp­run­inn kom á óvart

Agn­ar seg­ir að það hafi komið þeim mjög á óvart hvaðan þetta komi. Í fyrstu hafi þau talið að þetta hefði annað hvort verið af­brigði sem finnst í frum­byggj­um Am­er­íku eða af­brigði sem finnst í Aust­ur-Asíu.

Reynd­in sé sú að ís­lenska af­brigðið sé frá­brugðið þeim báðum. Því sé ekki hægt að segja með af­ger­andi hætti hvaðan þetta komi.

„Ráðgát­an hef­ur stækkað ef eitt­hvað er. En svarið ligg­ur í því, að um leið og það finnst af­brigði, sem er greini­lega skylt þess­um ís­lenska kven­legg, ein­hversstaðar ann­arsstaðar í heim­in­um þá fáum við svar við því hvaðan þessi kven­legg­ur kom.“

Hins veg­ar sé hægt að álykta, miðað við fyr­ir­liggj­andi gögn, að lang flest­ir kven­legg­ir, sem séu skyld­ir þeim sem finn­ist hér á Íslandi, finn­ist í frum­byggj­um Am­er­íku. „Byggt á því þá myndi maður álykta að það væri lík­leg­asti upp­run­inn.

Þörf á frek­ari rann­sókn­um

„Við höf­um leið fyr­ir kven­legg til þess að ber­ast frá Am­er­íku til Íslands fyr­ir tíma Kól­umbus­ar. Því þetta hef­ur vænt­an­lega verið á Íslandi það lengi að þetta var komið til Íslands áður en Kól­umbus end­urupp­götvaði Am­er­íku. Og við höf­um leið og það eru þá sigl­ing­ar vík­inga til Am­er­íku í kring­um árið 1000.“

Agn­ar ít­rek­ar að þetta sé ekki hægt að staðhæfa, en þetta sé hins veg­ar lík­leg­asta til­gát­an miðað við þau gögn sem liggi fyr­ir. Þörf sé á frek­ari rann­sókn­um til að fá end­an­lega úr þessu skorið. „Um leið og sam­bæri­leg arf­gerð finnst ann­arsstaðar í heim­in­um þá erum við, held ég, kom­in a.m.k.  með drög að svari.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert