Mælir fyrir gengislánafrumvarpi

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason.

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, mælti í dag fyrir frumvarpi um vexti og verðtryggingu en frumvarpið var samið í kjölfar dóma Hæstaréttar í sumar og haust þar sem gengistrygging lána var dæmd ólögmæt.

Árni Páll sagði, að frumvarpið væri lagt fram til að draga úr óvissu sem fylgdi niðurstöðu Hæstaréttar. Rétturinn hefði lagt línur fyrir tiltekna bílasamninga en mörg dómsmál myndi ella þurfa til að greiða úr öðrum lánum, sem eru með gengistryggingu.

Í frumvarpinu væri gert ráð fyrir því að veita öllum einstaklingum með gengistryggð  bílalán og gengistryggð húsnæðislán sama rétt og fólst í dómi Hæstaréttar. Alls væri um að ræða 37 þúsund heimili og skuldir heimilanna muni lækka um 50 milljarða króna, eða um 1,5 milljónir króna að jafnaði á heimili sem eru með gengisbundin lán. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert