Fréttaskýring: Meta kosti aflareglu og kvótaaukningar

Starfshópur á að fjalla um nýtingu helstu nytjafiska og er …
Starfshópur á að fjalla um nýtingu helstu nytjafiska og er þorskurinn fyrstur. Fyrstu niðurstöður eiga að liggja fyrir í árslok.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sett á fót samráðsvettvang um nýtingu helstu nytjafiska og verður byrjað á þorskstofninum. Í kynningu á skipan hópsins segir að „við þær aðstæður sem nú eru í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnnar er eðlilegt að menn horfi til þess hvort hægt sé að auka afrakstur fiskveiðiauðlindarinnar. Einnig hafa verið skiptar skoðanir um nýtingarstefnuna í þorski og þá aflareglu sem nú er miðað við“.

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra var í gær spurður hvort þetta þýddi að þorskkvótinn yrði aukinn. „Verkefni þessa starfshóps er að fara vandlega yfir þessi mál og meta hvort svigrúm er til aukinna veiða. Samkvæmt rannsóknaniðurstöðum Hafrannsóknastofnunar í sumar vex þorskstofninn hraðar en gert var ráð fyrir þannig að væntingar um auknar veiðar eru sannarlega fyrir hendi og byggðar á vísindalegum athugunum,“ sagði ráðherra.

Sjálfbærar veiðar

Miðað er við að fyrsta áfanga í vinnu starfshópsins verði lokið í desember með stuttri skýrslu. Áskoranir hafa borist ráðherra úr öllum landshlutum um að auka þorskkvótann og frá hagsmunaaðilum. Þau sjónarmið hafa komið fram að ástand þorskstofnsins sé betra en áætlað var.

Fyrrnefnd aflaregla í sinni einföldustu mynd tengir saman mat á stofnstærð og leyfilegan heildarafla. Nú er leyfilegur þorskafli miðaður við 10% af stærð þorskstofnsins, þ.e. fjögurra ára fiskur og eldri, og helming af aflamarki síðasta fiskveiðiárs á undan til sveiflujöfnunar.

Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, fagnaði nýtingarstefnunni í inngangi að ástandsskýrslu stofnunarinnar í júnímánuði síðastliðnum.

Þar segir meðal annars: „Á síðastliðnu ári óskaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eftir því við Alþjóðahafrannsóknaráðið að lagt yrði mat á hvort nýtingarstefna sú fyrir þorskveiðar er stjórnvöld mótuðu í maí sama ár (sama veiðihlutfall og var ákveðið 2007) samræmdist alþjóðlegum kröfum um varúðarsjónarmið og hámarksnýtingu. Um miðjan janúar 2010 staðfesti Alþjóðahafrannsóknaráðið að svo væri. Þessi ákvörðun stjórnvalda að festa nýtingarstefnu til fimm ára og faglegt mat á henni er mikið fagnaðarefni og markar þáttaskil í nýtingu þorskstofnsins á Íslandsmiðum. Nú þegar má sjá merki þess að aðgerðir þessar stuðli að uppbyggingu stofnsins.“

Hlutlaust mat á núverandi nýtingarstefnu og aflareglu

Ennfremur að komast að því hvort rétt sé að leggja til breytingar á þessum þáttum og mögulega bæta enn frekar grunn þeirra. Taka skal mið af líffræði-, hagfræði- og félagslegum þáttum.







Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert