Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra gaf sig á tal við stúdenta sem komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla niðurskurði í menntakerfinu. Hún sagðist vonast til þess að endurskoðun fjárlaga leiddi til þess að auknu fé verði varið til málaflokksins.
Fulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands ætla nú eftir hádegi að afhjúpa sérsmíðaðan söfnunarbauk framan við Alþingishúsið og hvetja vegfarendur til að styrkja Háskólann með fjárframlagi.