Sló flötum í innsiglingunni

Herjólfur á leið inn í Landeyjahöfn. Atvikið varð við hafnarmynnið.
Herjólfur á leið inn í Landeyjahöfn. Atvikið varð við hafnarmynnið. Rax / Ragnar Axelsson

Herjólfi sló næst­um flöt­um við hafn­ar­mynnið í Land­eyja­höfn þegar skipið kom þangað um klukk­an 11.00 í morg­un. Allt fór þó vel en ekki voru farn­ar fleiri ferðir í Land­eyja­höfn í dag. Síðdeg­is­ferðin var far­in í Þor­láks­höfn og einnig verður siglt þangað á morg­un meðan málið er rann­sakað.

Upp­fært kl. 19.27

Ívar Gunn­laugs­son skip­stjóri á Herjólfi sagði að skipið hafi verið komið rétt inn fyr­ir hafn­argarðana þegar kom alda sem sneri skip­inu. „Við feng­um bara öldu und­ir hann sem sneri hon­um í inn­sigl­ing­unni. Það var ekk­ert. Þetta var mín­útu­brot sem við vor­um í þessu, tók ör­stutt­an tíma,“ sagði Ívar. „ Ég bakkaði bara til að stoppa hann. Svo sneri ég hon­um og hélt áfram inn.“

„Það virðist hafa komið alda und­ir skipið sem sneri því illi­lega í inn­sigl­ing­unni,“ sagði Guðmund­ur Peter­sen, rekstr­ar­stjóri Herjólfs hjá Eim­skip. „Við erum að skoða þetta, erum með mynd­bönd og annað, og ætl­um að skoða þetta með skip­stjór­an­um á morg­un og reyna að kryfja þetta. Það var þó nokk­ur alda og hún sneri skip­inu.“

At­vikið gerðist mjög snöggt. Vél­un­um var beitt af fullu afli aft­urá­bak og nötraði skipið und­an átök­un­um, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. Skip­stjórn­ar­menn Herjólfs náðu strax stjórn á skip­inu og stýrðu því inn í höfn­ina og þar sem það lagðist það að bryggju heilu og höldnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert