Þúsund manns hafa misst réttindi til bóta

Viðurlög eru við því að hafna atvinuntilboði.
Viðurlög eru við því að hafna atvinuntilboði. mbl.is

Fyrstu tíu mánuði ársins höfðu rúmlega eitt þúsund manns misst réttindi til atvinnuleysisbóta hjá Vinnumálastofnun. Var það ýmist vegna höfnunar á starfi eða úrræðum.

Eftir að einstaklingur byrjar að þiggja bætur hjá Vinnumálastofnun hefur hann fjórar vikur til þess að leita að starfi og eftir það ber honum að taka því starfi eða úrræði sem honum er boðið, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Hafni hann atvinnutilboði eða úrræði eru viðurlögin 40 dagar án bóta í fyrsta sinn, 60 dagar við annað brot, síðan átta vikur og loks er viðkomandi afskráður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert