Verður að draga saman seglin

Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra, sagði á Alþingi í dag að tekjur ríkissjóðs og sveitarfélaga hefðu hrunið eftir efnahagshrunið og við þær aðstæður þyrfti að draga saman seglin, einnig í löggæslunni.

Þetta kom fram þegar rætt var utan dagskrár um stöðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að ósk Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

Ögmundur sagði vissulega ástæðu til að hafa áhyggjur af þessari þróun. Lögreglustarf væri vandasamt og mikils metið í samfélagin og sú virðing væri sprottin af því að íslensku lögreglunni hefði tekist  að vinna störf sína af alúð og vandvirkni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert