VG tekst á um ESB-inngöngu

Frá flokksráðsfundi Vinstri-grænna ( VG ) 25. júní sl. Flokksráðið …
Frá flokksráðsfundi Vinstri-grænna ( VG ) 25. júní sl. Flokksráðið kemur saman um næstu helgi. mbl.is/Kristinn

Tvær til­lög­ur verða lagðar fram á flokkráðsfundi VG í Haga­skóla um næstu helgi um af­stöðuna til Evr­ópu­sam­bands­ins. Kjarn­inn í þeim báðum er að VG sé á móti inn­göngu í ESB. Í ann­arri er lagt til að inn­göngu­ferl­inu verði haldið áfram en í hinni að „yf­ir­stand­andi aðlög­un­ar­ferli“ að ESB verði stöðvað.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is mun hóp­ur sem stend­ur nærri Stein­grími J. Sig­fús­syni, for­manni VG, ætla að leggja fram til­lögu um að samn­inga­ferl­inu verði haldið áfram.

Atli Gísla­son alþing­ismaður mun vera fyrsti flutn­ings­maður hinn­ar til­lög­unn­ar og fleiri alþing­is­menn standa að henni,m.a. Ásmund­ur Ein­ar Daðason. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hafa marg­ir tug­ir flokks­manna skrifað upp á þá til­lögu. Sú til­laga er mjög af­ger­andi um að aðlög­un­ar­ferlið að ESB verði stöðvað.

Til­laga þessi hefst á orðunum:

„Flokks­ráð VG ger­ir þá skil­yrðis­lausu kröfu að yf­ir­stand­andi aðlög­un­ar­ferli að Evr­ópu­sam­band­inu verði stöðvað, svo­kallaðri rýni­vinnu vegna máls­ins hætt og að ekki komi til boðaðra fjár­veit­inga úr sjóðum ESB inn í ís­lenskt efna­hags- og stjórn­mála­líf. Flokks­ráð VG ít­rek­ar þá af­stöðu flokks­ins að hags­mun­um Íslands sé bet­ur borgið utan ESB. Mik­il­vægt er að sú afstaða flokks­ins komi skýrt fram í þjóðmá­laum­ræðunni hvað sem líður rík­is­stjórn­ar­sam­starfi VG og Sam­fylk­ing­ar.“

Þá er ályktað um að þegar verði tekn­ar upp efn­is­leg­ar viðræður við ESB um grund­vall­ar­hags­muni Íslands. Niður­stöður þeirra viðræðna liggi fyr­ir ekki síðar en 1. mars n.k. Þá skuli boðað til lands­fund­ar VG þegar svör­in hafi borist, ekki síðar en 15. apríl n.k. 

Sett eru fram nokk­ur lyk­il­atriði sem fá þarf svör við. M.a. um for­ræði yfir 200 mílna fisk­veiðilög­sög­unni. Und­anþágu um tak­markaðar fjár­fest­ing­ar út­lend­inga í sjáv­ar­út­vegi, rétt Íslands sem strand­rík­is, inn­flutn­ing á lif­andi dýr­um og hrá­meti. 

Einnig um fram­leiðslu­stýr­ingu og styrki í land­búnaði, stöðu Íslands gagn­vart varn­ar­sam­starfi ESB og um kjara­samn­inga á ís­lensk­um vinnu­markaði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert