Yfirheyrðir fram á kvöld

Húsleit var meðal annars gerð á skrifstofu 101 Hótels.
Húsleit var meðal annars gerð á skrifstofu 101 Hótels. mbl.is/Eggert

Yf­ir­heyrsl­ur stóðu fram eft­ir kvöldi hjá sér­stök­um sak­sókn­ara sam­hliða og í kjöl­far hús­leita sem gerðar voru á all­mörg­um stöðum í gær í tengsl­um við rann­sókn á lán­veit­ing­um hins fallna Glitn­is banka.

Ein­hverj­ir voru hand­tekn­ir en seint í gær­kvöldi hafði ekki verið gerð nein krafa um gæslu­v­arðhald.

Frétta­blaðið seg­ir í dag að meðal þess sem liggi til grund­vall­ar hús­leit­un­um sé samn­ing­ur um kaup Glitn­is á verðlausu skulda­bréfi af Sögu Capital fjár­fest­ing­ar­banka á rúm­an millj­arð króna eft­ir banka­hrun. Talið sé að samn­ing­ur­inn hafi verið falsaður til að láta líta út fyr­ir að hann hafi verið gerður fyr­ir hrun.

„Heilt yfir hef­ur fram­kvæmd­in gengið mjög vel. Við höf­um náð að fylgja þeirri áætl­un sem upp var sett og að mestu leyti náð að ljúka því sem ætlað var,“ sagði Ólaf­ur Þór Hauks­son, sér­stak­ur sak­sókn­ari, í gær­kvöldi. Þá var megnið af þeim upp­lýs­ing­um sem aflað var við hús­leit­ir komið í hús.

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son gagn­rýn­ir starfsaðferðir sér­staks sak­sókn­ara en hús­leit var gerð á skrif­stofu 101 Hót­els vegna gagna sem hann kynni að búa yfir. „Ég held að sak­sókn­ari geti al­veg náð fram sömu niður­stöðu með mann­legri nálg­un og eðli­leg­um fyr­ir­spurn­um bréf­lega,“ seg­ir Jón Ásgeir í Morg­un­blaðinu í dag.

Hús­leit var gerð í höfuðstöðvum Sögu fjár­fest­inga­banka. Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son gaf sér­stök­um sak­sókn­ara skýrslu, sem og ann­ar starfsmaður bank­ans, Þór­leif­ur Björns­son. Saga keypti á sín­um tíma 6% hlut í Stím, en fé­lagið var einnig skráð til heim­il­is á sama stað og Saga. Einnig var Bjarni Jó­hanns­son, fyrr­ver­andi viðskipta­stjóri hjá Glitni, færður til yf­ir­heyrslu.

Nafn út­gerðar­manns­ins Jak­obs Val­geirs Flosa­son­ar komst í há­mæli í nóv­em­ber 2008 þegar Morg­un­blaðið greindi fyrst frá efn­is­atriðum Stím-máls­ins, en Jakob var skráður stjórn­ar­formaður Stíms. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins var Jakob Val­geir þó ekki meðal þeirra sem voru yf­ir­heyrðir í gær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert