Almenningur hér ekki jafnbölsýnn og í ESB-ríkjunum

Evrópufáninn við hún við höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Evrópufáninn við hún við höfuðstöðvar Evrópusambandsins. reuters

Þegar fyrsta skoðanakönnun Evrópusambandsins vegna aðildarumsóknar landsins var gerð hér á landi fyrr á árinu töldu 53% aðspurðra áhrif kreppunnar á vinnumarkaðinn þegar hafa náð hámarki, en það sama töldu að meðaltali 37% aðspurðra í ESB.

Það sama töldu að meðaltali 37% aðspurðra í ESB.  Þá töldu 36% þátttakenda í íslensku könnuninni að efnahagsástandið myndi verða betra eftir tólf mánuði, en það töldu 24% spurðra í könnunum í ESB-ríkjum.

Þetta má lesa úr niðurstöðum fyrstu Eurobarometer-könnunarinnar sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að 29% aðspurðra telja að aðild að ESB yrði Íslandi til hagsbóta, eða nákvæmlega helmingi færri en telja hið gagnstæða. Þá telja 19% þátttakenda í íslensku könnuninni að aðild að ESB yrði af hinu góða en 45% að hún sé af hinu vonda.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert