Dómur um Haga mikilvægur

Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, seg­ir að dóm­ur Hæsta­rétt­ar, sem staðfesti í dag að Hag­ar skuli greiða 315 millj­ón­ir króna í sekt fyr­ir að mis­nota markaðsráðandi stöðu sína á mat­vörumarkaði, skipti miklu fyr­ir þróun sam­keppn­is­mála hér á landi.

„Með (dóm­um) er komið mik­il­vægt for­dæmi sem fyr­ir­tækj­um á sam­keppn­is-mörkuðum ber að horfa til. Af dóm­in­um leiðir m.a. að það get­ur verið markaðsráðandi fyr­ir­tækj­um dýr­keypt að mis­beita styrk sín­um og tak­marka sam­keppni neyt­end­um og at­vinnu­lífi til tjóns“, seg­ir Páll Gunn­ar í til­kynn­ingu frá Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu.

Brot Haga áttu sér stað í svo­nefndu verðstríði lág­vöru­verðsversl­ana sem hófst árið 2005 þegar Krón­an í eigu Kaupáss kynnti allt að 25% verðlækk­un á al­geng­ustu flokk­um dagvara.

Sam­keppnis­eft­ir­litið taldi, að Hag­ar hefðu mis­notað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja mjólk og mjólk­ur­vör­ur und­ir kostnaðar­verði í versl­un­um Bón­uss í lang­an tíma. Voru helstu mjólkuraf­urðir seld­ar með stór­felldu tapi og leiddi þetta til þess að versl­an­ir Bón­uss voru í heild rekn­ar með tapi.

Það var  mat Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að í verðlagn­ing­unni fæl­ist ólög­mæt und­ir­verðlagn­ing og að hátt­sem­in væri til þess fall­in að viðhalda og styrkja með óeðli­leg­um hætti stöðu Haga á markaðnum fyr­ir sölu á dag­vör­um í mat­vöru­versl­un­um. Jafn­framt sýndi rann­sókn Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að brot­in voru um­fangs­mik­il.

Aðgerðir Haga voru til þess falln­ar að úti­loka helstu keppi­nauta, s.s. lág­vöru­verðsversl­an­ir í eigu Kaupáss   og Sam­kaupa  frá sam­keppni og þar með veikja þau fyr­ir­tæki sem keppi­nauta á markaðnum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka