Flestir vilja ekki í Sjálfstæðisflokkinn í stjórn

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins

Flest­ir þeirra sem tóku þátt í nýrri könn­un MMR vilja síst Sjálf­stæðis­flokk­inn í rík­is­stjórn, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá MMR.  Af þeim sem tóku af­stöðu voru 37,9% sem sögðu að þeir vildu síst hafa Sjálf­stæðis­flokk­inn í rík­is­stjórn, 27% til­greindu Vinstri­hreyf­ing­una-grænt fram­boð, 19,7% nefndu Sam­fylk­ing­una, 7,8% nefndu á Fram­sókn­ar­flokk­inn og 7,5% sögðu að þeir vildu síst hafa Hreyf­ing­una í rík­is­stjórn.

Spurt var: Af þeim stjórn­mála­flokk­um sem nú eru með þing­menn á Alþingi, hvern þeirra mynd­ir þú síst vilja hafa í rík­is­stjórn? Svar­mögu­leik­ar voru: Síst hafa Fram­sókn­ar­flokk­inn, síst hafa Sjálf­stæðis­flokk­inn, síst hafa Sam­fylk­ing­una, síst hafa Vinstri­hreyf­ing­una-grænt fram­boð, síst hafa Hreyf­ing­una og veit ekki/​vil ekki svara. Sam­tals tóku 86,8% af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar. Aðrir svöruðu „veit ekki/​vil ekki svara‘‘.

Stuðnings­menn VG og Sam­fylk­ing­ar vilja síst Sjálf­stæðis­flokk­inn

Um­tals­verður mun­ur var á af­stöðu svar­enda eft­ir stuðningi við stjórn­mála­flokka (ef gengið væri til Alþing­is­kosn­inga nú). Þannig var áber­andi að 84% stuðnings­fólks Vinstri-grænna og 73% stuðnings­fólks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vildu síst hafa Sjálf­stæðis­flokk­inn í rík­is­stjórn.

Þá voru 15% stuðnings­manna Fram­sókn­ar­flokks og 38% stuðnings­manna Hreyf­ing­ar­inn­ar sem vildu síst hafa Sjálf­stæðis­flokk­inn í rík­is­stjórn, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Stuðnings­fólk Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks voru aft­ur á móti þeir svar­end­ur sem voru lík­leg­ast­ir til að nefna Sam­fylk­ingu eða Vinstri-græna sem þá flokka sem það vildi síst hafa í rík­is­stjórn. Þannig nefndu 35% fram­sókn­ar­fólks og 41% sjálf­stæðis­fólks Sam­fylk­ing­una sem þann flokk sem það vildi síst hafa í rík­is­stjórn en 42% fram­sókn­ar­fólks og 47% sjálf­stæðis­fólks nefndu Vinstri-græna sem þann flokk sem það vildi síst hafa í rík­is­stjórn.

Ef horft er til þeirra sem segj­ast myndu vilja kjósa aðra flokka en þá sem nú sitja á Alþingi, þá sem segj­ast myndu skila auðu og þá sem hafa ekki tekið af­stöðu til þess hvað þeir myndu kjósa ef kosið væri nú má sjá líkt mynstur milli allra þess­ara hópa. Á bil­inu 41% til 50% vilja síst hafa Sjálf­stæðis­flokk­inn í rík­is­stjórn, 23%-26% vilja síst hafa Vinstri-græna í rík­is­stjórn og und­ir 20% vilja síst hafa Sam­fylk­ing­una í rík­is­stjórn.

Sjá nán­ar hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert