Gagnrýna sjávarútvegsráðherra harðlega

Alþingishúsið við Austurvöll.
Alþingishúsið við Austurvöll. mbl.is/Ómar

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra harðlega fyrir að svara ekki fyrirspurnum um úthafsrækjuveiðar á Alþingi.

„Ég óska eftir því að forsætisnefnd þingsins beiti sér í þessu máli. Vegna þess að vinnubrögð sem þessi, við hljótum öll að vera sammála um það, þau geta ekki gengið upp gagnvart þinginu,“ sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Hann spurði ráðherra um málið í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun, en var ekki ánægður með svör sjávarútvegsráðherra.

Í framhaldinu steig hver þingmaður Sjálfstæðisflokksins á fætur öðrum í pontu til að ræða fundarstjórn forseta og koma þessari gagnrýni á framfæri.

Umræða um úthafsrækjuveiðar í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert