Hringt í þúsundir viðskiptavina

Íslandsbanki segir, að rúmlega fjögur þúsund viðskiptavinir hafi nú staðfest endurútreikninga á bílalánum í erlendri mynt hjá Íslandsbanka Fjármögnun.  Sé það rúmlega helmingur þeirra lána sem verða endurreiknaðir nú í fyrsta áfanga, en þar er um að ræða lán sem hafa verið með sama greiðanda frá upphafi.

Segir bankinn, að allmargir eigi þó eftir að staðfesta endurútreikninginn á sínum lánum en frestur til þess er til 21. nóvember næstkomandi.  Starfsmenn Íslandsbanka eru þessa dagana að hringja í þessa viðskiptavini og leiðbeina þeim í gegnum ferlið.  Ef ekki næst í viðkomandi viðskiptavin fyrir 21. nóvember telst endurútreikningur staðfestur og inneign vegna ofgreiðslu verður ráðstafað inná höfuðstól lánsins ef um slíkt er að ræða. 

Í næsta áfanga verða endurreiknuð þau lán sem hafa verið uppgreidd hjá Íslandsbanka Fjármögnun og verður uppgjör þeirra birt á sama hátt og áður á aðgangsstýrðu vefsvæði Íslandsbanka Fjármögnunar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert