Í anda ,,Kafka-skrifræðis"

Ögmundur Jónasson, ráðherra dóms-, kirkju- og samgöngumála.
Ögmundur Jónasson, ráðherra dóms-, kirkju- og samgöngumála. Ómar Óskarsson

Ögmund­ur Jónas­son dóms­málaráðherra set­ur í viðtali við vef­ritið eu­obser­ver. com í dag spurn­ing­ar­merki við þörf á dýr­um laga­breyt­ing­um á Íslandi í anda ,,Kaf­ka-skri­fræðis" þar sem þjóðin gæti  hafnað aðild. Hann vill að ekki sé haf­in slík aðlög­un nema þjóðin hafi samþykkt aðild í þjóðar­at­kvæði.

Vef­ritið seg­ir frá hug­mynd­um Ögmund­ar Jónas­son­ar dóms­málaráðherra um að full­trú­ar Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins ræði strax mik­il­væg­ustu ágrein­ings­efn­in vegna aðild­ar, þannig sé hægt að ganga úr skugga um það á aðeins tveim mánuðum hvort samn­ing­ar ná­ist. Haft er eft­ir tals­manni ESB að hug­mynd­irn­ar séu óraun­hæf­ar. 

Vitnað er í grein dóms­málaráðherr­ans í Morg­un­blaðinu og bloggsíðu hans en þar bend­ir hann m.a. á að Norðmenn hafi á sín­um tíma ekki þurft að ganga í gegn­um aðlög­un­ar­ferli eins og kraf­ist sé af Íslend­ing­um núna.  

Vef­ritið hef­ur eft­ir Ang­elu Filota, tals­manni stækk­un­ar­stjóra ESB, að hvorki Íslend­ing­ar né nokk­ur önn­ur þjóð geti vænst þess að fá sams kon­ar meðhöndl­un og Norðmenn fengu fyr­ir nær tveim ára­tug­um. Þess má geta að Norðmenn höfnuðu að lok­um aðild í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Filota seg­ir að regl­un­um um aðild og aðlög­un í aðdrag­anda henn­ar hafi verið breytt í tengsl­um við aðild­ar­viðræður við lönd í aust­an­verðri álf­unni.

,,Það náðist á ný ein­ing árið 2006 um grund­völl allra nýrra aðild­ar­viðræðna," segri Fil­orta. ,,Það myndi verða afar erfitt að hverfa frá þess­ari ein­ingu." Auk þess hefðu ís­lensk stjórn­völd vitað hvaða regl­ur giltu þegar sótt var um aðild 2009 og geti ekki hafnað þeim núna. En þar sem Ísland hefði þegar með aðild­inni að Evr­ópska efna­hags­svæðinu tekið upp mikið af reglu­gerðum ESB væri lík­legt að viðræðurn­ar gengju hraðar fyr­ir sig en hjá öðrum um­sókn­ar­lönd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert