Í anda ,,Kafka-skrifræðis"

Ögmundur Jónasson, ráðherra dóms-, kirkju- og samgöngumála.
Ögmundur Jónasson, ráðherra dóms-, kirkju- og samgöngumála. Ómar Óskarsson

Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra setur í viðtali við vefritið euobserver. com í dag spurningarmerki við þörf á dýrum lagabreytingum á Íslandi í anda ,,Kafka-skrifræðis" þar sem þjóðin gæti  hafnað aðild. Hann vill að ekki sé hafin slík aðlögun nema þjóðin hafi samþykkt aðild í þjóðaratkvæði.

Vefritið segir frá hugmyndum Ögmundar Jónassonar dómsmálaráðherra um að fulltrúar Íslands og Evrópusambandsins ræði strax mikilvægustu ágreiningsefnin vegna aðildar, þannig sé hægt að ganga úr skugga um það á aðeins tveim mánuðum hvort samningar náist. Haft er eftir talsmanni ESB að hugmyndirnar séu óraunhæfar. 

Vitnað er í grein dómsmálaráðherrans í Morgunblaðinu og bloggsíðu hans en þar bendir hann m.a. á að Norðmenn hafi á sínum tíma ekki þurft að ganga í gegnum aðlögunarferli eins og krafist sé af Íslendingum núna.  

Vefritið hefur eftir Angelu Filota, talsmanni stækkunarstjóra ESB, að hvorki Íslendingar né nokkur önnur þjóð geti vænst þess að fá sams konar meðhöndlun og Norðmenn fengu fyrir nær tveim áratugum. Þess má geta að Norðmenn höfnuðu að lokum aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Filota segir að reglunum um aðild og aðlögun í aðdraganda hennar hafi verið breytt í tengslum við aðildarviðræður við lönd í austanverðri álfunni.

,,Það náðist á ný eining árið 2006 um grundvöll allra nýrra aðildarviðræðna," segri Filorta. ,,Það myndi verða afar erfitt að hverfa frá þessari einingu." Auk þess hefðu íslensk stjórnvöld vitað hvaða reglur giltu þegar sótt var um aðild 2009 og geti ekki hafnað þeim núna. En þar sem Ísland hefði þegar með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu tekið upp mikið af reglugerðum ESB væri líklegt að viðræðurnar gengju hraðar fyrir sig en hjá öðrum umsóknarlöndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert