Nauðungarsala í Hafnarfirði

Frá uppboðinu í morgun. Fjölmennt lið Heimavarnarliðsins lét sjá sig …
Frá uppboðinu í morgun. Fjölmennt lið Heimavarnarliðsins lét sjá sig til stuðnings húsráðanda. mbl.is/Kristinn

Heimavarnarliðið var mætt þegar nauðungarsala fór fram á einbýlishúsi að Stekkjarkinn í Hafnarfirði um kl. 9:30 í morgun. Það meinaði fulltrúa sýslumanns og kröfuhöfum í fyrstu að fara inn í húsið, en það kom þó ekki til neinna átaka. Það fór svo að lokum að Íslandsbanki keypti húsið á 12 milljónum kr.

Skv. upplýsingum mbl.is náðist samkomulag við sýslumann um að húsráðandi fengi átta vikna frest, eða til 13. janúar, til að reyna að semja um sín mál áður en honum er gert að yfirgefa húsið.

Heimavarnaliðið fjölmennti á svæðið í morgun. Sem fyrr segir var fulltrúa sýslumanns í fyrstu meinað að fara inn í húsið og ætlaði hann þá að halda uppboðið utandyra. Að lokum var þó ákveðið að fara inn þar sem uppboðið var haldið og húsið selt hæstbjóðanda.

Allt fór friðsamlega fram en hiti var í liðsmönnum Heimavarnarliðsins sem létu í sér heyra, voru með spurningar og athugasemdir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert