Kostnaður skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar vegna undirbúnings samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri nam 6,3 milljónum króna á árunum 2008-2010. Þetta kemur fram í svari borgarinnar við fyrirspurn mbl.is
Hætt hefur verið við bygginguna.
Þegar hefur komið fram að Isavia, áður Flugstoðir, eyddu 55 milljónum í verkefnið.
Mest allur kostnaður borgarinnar féll til vegna vinnu arkitekta eða 5,4 milljónir og 650.000 krónur vegna vinnu verkfræðinga.
Samgönguráðuneytið hefur ekki skráð kostnað við verkefnið sérstaklega en það fól Isavia undirbúning þess.