Snilldarlausnin var pappakassi

Þrjár stúlkur duttu niður á Snilldarlausnina 2010 og fengu vegleg …
Þrjár stúlkur duttu niður á Snilldarlausnina 2010 og fengu vegleg verðlaun sem borgarstjóri afhenti. Ljósmynd/Innovit

„Þokkalegur pappakassi“ varð hlutskarpastur í Snilldarlausnum Marel, hugmyndasamkeppni framhaldsskólanema. „Fjölnota strandtaska“ var valin flottasta myndbandið og „Sandpappi“ frumlegasta hugmyndin. Verðlaunaafhendingin fór fram í Bíó Paradís kl. 17 í dag.

Jón Gnarr borgarstjóri afhenti verðlaunin, 100.000 kr. fyrir Snilldarlausnina 2010 en einnig var verðlaunað í tveimur öðrum flokkum þ.e. fyrir flottasta myndbandið og frumlegustu hugmyndina en 50.000 kr. voru veittar í hvorum flokki.

Skólasysturnar Lilja Björk Hauksdóttir, Magnea Ósk Örvarsdóttir og Sigurveig Gunnarsdóttir, nemendur við Framhaldsskólann á Húsavík, eru höfundar Snilldarlausnarinnar 2010. Þær hafa útbúið hefðbundinn pappakassa þannig að í honum er hægt að koma fyrir garnhnyklum og þræða enda garnsins út um hliðar kassans.

Með því er hægt að koma í veg fyrir að garnið flækist í prjónaskapnum. Auk þessa útbjuggu þær sérstök pappaspjöld sem nota má sem skilrúm ef fleiri en einn hnykill er notaður.

Sigurvegararnir hinum ýmsu flokkum ásamt Jóni Gnarr borgarstjóra og fleirum.
Sigurvegararnir hinum ýmsu flokkum ásamt Jóni Gnarr borgarstjóra og fleirum. Ljósmynd/Innovit
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka