Talið er að Breti nokkur, sem svikið hefur nígeríska skreiðarkaupendur árum saman í sýndarviðskiptum með skreið frá Íslandi, sé staddur hér á landi í „viðskiptaerindum“. Eru útflytjendur hvattir til að vera á varðbergi.
Fram kemur í orðsendingu frá Íslandsstofu, að Kemafor Nonyerem Chikwe,
sendiherra Nígeríu á Íslandi, hafi á dögunum boðað á dögunum til fundar með skreiðarseljendum og fulltrúum Íslandsstofu í því skyni að vara við ólögmætum viðskiptaháttum með íslenska skreið.