Yfirlýsingarnar „til hliðsjónar“

Ísland og ESB ætluðu að hafa yfirlýsingar hvors annars til …
Ísland og ESB ætluðu að hafa yfirlýsingar hvors annars til hliðsjónar. Reuters

Ísland og Evrópusambandið samþykktu ekki yfirlýsingar hvors annars á ríkjaráðstefnunni í júlí, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Hins vegar lýsti Ísland því yfir að yfirlýsing ESB yrði höfð til hliðsjónar (e. „take note of“), sem er ekki samþykki.

Hið sama gerði ESB á fundinum og sagði að yfirlýsing Íslendinga yrði höfð til hliðsjónar.

Angela Filote, talsmaður stækkunarstjóra ESB, hefur sagt að Ísland hafi samþykkt viðræðurammann sem ESB lagði upp með. Á vef Evrópuvaktarinnar kemur fram að það stangist á við svar utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn vefjarins.

„Vera má að talskona stækkunarstjórans hafi átt við málsmeðferðarreglur fyrir ríkjaráðstefnur framtíðarinnar, sem gert var ráð fyrir að yrðu samþykktar á fundinum en var reyndar frestað,“ sagði Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, þegar leitað var skýringa á málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert