Bjartsýnn á að sátt náist um Evrópumál

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. mbl.is/Eggert

Flokks­ráðsþing Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs hófst síðdeg­is í dag. Stuttu fyr­ir upp­haf þings­ins sagðist Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður Vinstri grænna,vera bjart­sýnn á að sátt næðist um Evr­ópu­sam­bandsaðild. 

Hann sagðist eiga von á að þingið myndi senda frá sér álykt­un um þau í þinglok. „Ann­ars verður margt annað en Evr­ópu­mál­in rætt á þing­inu og margt ekki síður mik­il­vægt, þó ég sé ekki að gera lítið úr Evr­ópu­mál­un­um. En við mun­um ræða stjórn­mál í sínu víðasta sam­hengi."

Í upp­hafi þings ávarpaði Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður flokks­ráðs VG, þingið. Hún fór yfir þá vinnu og þau mál­efnaþing sem hald­in hafa verið í haust. Hún sagði að ekki feng­ist næg umræða með því að ræða ein­ung­is sam­an á landsþing­um og því hefði tæki­fær­um til umræðna verið fjölgað.

Í ávarpi sínu fór Stein­grím­ur J. Sig­fús­son yfir stjórn­mála­ástandið. Hann hóf mál sitt á því að bjóða Þrá­inn Bertels­son vel­kom­inn í flokks­ráðið og sem þing­mann flokks­ins.

Stein­grím­ur sagði að hollt væri fyr­ir land og þjóð að hafa í huga að fleiri þjóðir en Íslend­ing­ar hafi átt í erfiðleik­um, sumsstaðar séu erfiðleik­arn­ir að dynja yfir fyrst núna. Í því sam­bandi nefndi hann Írland, en bú­ist sé við að fjár­laga­halli þar verði um 30% í ár.

Fjár­laga­hall­inn verði 3,5% á næsta ári

Hann sagði fjár­laga­halla stefna niður fyr­ir 5% í ár og stefnt væri að koma hon­um í um 3,5% á næsta ári. „Það er langt síðan við hurf­um af list­an­um yfir þau tíu lönd sem voru lík­leg­ust til að fara á haus­inn. En það er ekki sjálf­gefið að Ísland sé á þeim stað sem það er núna."

Stein­grím­ur sagðist bjart­sýnn á að góður ár­ang­ur hefði náðst um  mitt næsta ár. „Rík­is­fjár­mál­in eru erfið og lík­lega er erfiðasta lot­an ein­mitt núna. Fjár­lög­in fyr­ir næsta ár eru sárs­auka­full birt­ing­ar­mynd hruns­ins, sem nú fell­ur af full­um þunga á land­inu," sagði Stein­grím­ur. Hann sagði  tekju­stofna rík­is og sveit­ar­fé­laga vera á botn­in­um núna. „Sum­ir kalla þetta hrun­fjár­lög og það er rétt. En þetta eru á sama tíma end­ur­reisn­ar­fjárlög."

Stein­grím­ur sagði glím­una við að skapa störf og draga úr at­vinnu­leysi ekki hafa gengið ekki eins vel og bú­ist hefði verið við. Hann minnt­ist í þessu sam­band á erfiðleika við að semja við líf­eyr­is­sjóðina um kjör á láns­fé.

Hann sagði að miklu skipti að ríki og sveit­ar­fé­lög stæðu sam­an að op­in­ber­um verk­efn­um, ekki síst þyrfti ríkið að aðstoða sveit­ar­fé­lög­in við að ná utan um er­lend­ar skuld­ir. „Fáir veittu því at­hygli hvernig er­lend­ar skuld­ir hlóðust upp hjá sveit­ar­fé­lög­un­um á góðær­is­tím­um," sagði Stein­grím­ur.

Hann sagði úr­vinnslu skulda heim­il­anna og at­vinnu­lífs­ins „auðvitað hafa gengið allt of hægt" og að mögu­legt væri að leysa þann vanda á næstu 5-6 mánuðum, yrði það að veru­leika myndu allt aðrar horf­ur blasa við. „All­ar hagspár gera nú ráð fyr­ir því að á næsta ári verði hag­vöxt­ur. Auðvitað vild­um við gjarn­an að hann yrði kraft­mik­ill, en ég hef þá trú að þegar hann fer í gang, þá hafi það góð áhrif."

Upp­lýs­inga­skort­ur mis­tök

Stein­grím­ur sagði rík­i­s­tjórn­ina hafa gert mis­tök að einu leyti hvað varðaði rík­is­fjár­mál­in. „Ég tel að okk­ur sé að mistak­ast að einu leyti hvað varðar rík­is­fjár­mál­in. Við þurf­um að standa okk­ur miklu bet­ur í því að út­skýra hvers vegna við ger­um það sem við erum að gera.“

Hann sagði marg­ar af þeim ákvörðunum, sem hafa verið tekn­ar varðandi niður­skurð, hafa verið gríðarlega erfiðar.„ Við erum ekki að gera þetta að gamni okk­ar og sum­ar þess­ar­ar ákv­arðana hafa verið gríðarlega erfiðar að taka. En ef við ger­um þetta ekki, sköp­um við lang­tíma­vanda­mál . “

Stein­grím­ur sagði ríkið greiða um 200 millj­ón­ir á dag í vexti. „Við tók­um að okk­ur erfitt hlut­verk. sem er um leið sögu­legt og mik­il­vægt. Á okk­ur hvíl­ir mik­il ábyrgð, hún snýr ekki bara að okk­ur sjálf­um, þetta snýr um að koma Íslandi aft­ur á fæt­urna.“

Flokks­menn sam­mála um Evr­ópu­mál í grunn­atriðum

Und­ir lok ræðunn­ar spurði Stein­grím­ur fund­ar­menn hvort hann hefði stuðning og umboð frá flokkn­um til að halda þess­ari bar­áttu áfram. Því var svarað með dynj­andi lófa­klappi.

„Við þurf­um ekki að tala okk­ur sjálf niður, það eru nógu marg­ir sem gera það,“ sagði Stein­grím­ur. „Þessi rík­is­stjórn hef­ur verið óhemju starfs­söm. Eng­in önn­ur rík­is­stjórn hef­ur áorkað jafn miklu,“ full­yrti Stein­grím­ur. „Eða sjá menn ekki þau risa­vöxnu verk­efni sem verið er að fást við?“

„Ísland hef­ur allt sem við þurf­um til að fara í gegn­um þetta: auðlind­ir, mannauð og per­sónustyrk þeirra sem búa á land­inu. Við ein get­um gert þetta og við ein get­um klúðrað þessu.“

Stein­grím­ur sagði flokks­menn VG vera sam­mála um Evr­ópu­mál­in í grunn­atriðum, menn greindi einna helst um aðferðir. „Við vilj­um að þjóðin leiði þessi mál til lykta. Ábyrgð okk­ar snýr ekki bara að okk­ur sjálf­um, hún snýr að Íslandi, að framtíðinni.“

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG.
Katrín Jak­obs­dótt­ir, vara­formaður VG. mbl.is/​Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert