Búist við miklum átakafundi hjá VG

Flokksráðstefna VG hefst í dag. Vart er víst að sama …
Flokksráðstefna VG hefst í dag. Vart er víst að sama kátína ríki og árið 2006, þegar myndin var tekin. mbl.is/Brynjar Gauti

Ekki verður sagt að tilhlökkunar hafi gætt í röddum VG-félaga sem rætt var við í gær um flokksráðsfund þann sem hefst í dag og lýkur á morgun. Búist er við að til harðra átaka komi á fundinum milli tveggja öndverðra fylkinga.

Annars vegar þeirra sem vilja stöðva aðlögunarferli að Evrópusambandinu, að ferlinu verði fram haldið eins og lagt var upp með, þ.e. samningaviðræður, ekki aðlögunarviðræður; og hinna sem vilja að ferlið haldi áfram í óbreyttri mynd.

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segist ósammála því mati flokksfélaga sinna að um aðlögunarferli sé að ræða. „Ég tel að það eigi að ljúka þessu ferli og þjóðin kjósi svo um heildarniðurstöðuna,“ sagði Árni Þór.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG af Vesturlandi, sagði á hinn bóginn: „Það hefur komið á daginn undanfarna daga, á þann hátt að ekki verður í móti mælt, að það er ekkert annað í boði af hálfu ESB en hreint og klárt aðlögunarferli. Málið er nú ekki flóknara en það.“

Í fréttaskýringu um fundinn í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að viðmælendur blaðsins telji að flokksráðið sé algjörlega klofið í afstöðu sinni til málsins og að mjög mjótt verði á mununum hvor tillagan verði samþykkt.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert